Arkitektúrráð
Almennt um Arkitektúrráð
Skýjageirar ríkisins halda utan um samvinnu- og samþættingar umhverfi starfsmanna í Microsoft 365, oft nefnt skrifstofuumhverfi. Þeir eru jafnframt ákveðin skipting rekstrarumhverfis milli stofnana ríkisins, sjá yfirlits mynd hér að neðan. Þjónustuframboð Microsoft í skýjageirum fer annars vegar eftir þeirri þjónustu sem er innifalin í þeim áskriftarleyfum sem keypt eru hverju sinni og hins vegar eftir áherslum og markmiðum svokallaðs Þjónustueigendaráðs. Þjónustueigendaráð fjallar um og forgangsraðar þeim þjónustum/vörum sem eru í boði innan áskrifaleyfa Microsoft hverju sinni, ásamt því að fjalla um framtíðarþjónustuþörf og eftir atvikum breytingu á áskrifaleyfum á samningi fjármála- og efnahagsráðuneytisins (FJR) við Microsoft fyrir hönd ríkisins. Þjónusturáðinu er þannig ætlað að halda til haga þörfum notenda þannig að samningar endurspegli þær sem best hverju sinni.
Arkitektúrráð fær til afgreiðslu ákvarðanir og áherslur þjónustueigendaráðs og útfærir, hannar, skjalar og ákveður með hvaða hætti þjónustuþættir eru innleiddir í rekstur á skýjageirum ríkisins.
Skipulag skýjageira ríkisins, samþykkt á arkitektúrráðráðsfundi 1.4.2019 (með uppfærslu þann
28.2.2020)
Hlutverk Arkitektúrráðs
Arkitektúrráð ber ábyrgð á tæknilegri högun skýjageira ríkisins (uppsetningu, öryggisstillingum, aðgangsstýringu á milli stofnanna.
Ráðið ber ábyrgð á að láta skjala alla tæknilega útfærslu, rýna og gefa formlega út samþykkt skjöl Pólstjörnunnar, sem rekstraraðilum er gert að fara eftir við uppsetningu, innleiðingu og rekstur skýjageira ríkisins.
Ákvarðanir þjónustueigendaráðs um viðbótarþjónustur og forgangsröðun á virkjun kerfa í Microsoft 365 umhverfi Microsoft, eru lagðar fyrir Arkitektúrráð, sem ber ábyrgð á því að innleiðing þjónustuþátta samræmist þeim öryggiskröfum sem eru settar fyrir skýjageira ríkisins, að þjónustuþættir raski ekki öryggi notenda, búnaðar eða upplýsinga, séu prófaðar, skjalaðar og gefnir út staðlar fyrir rekstraraðila að fylgja.
Ef þeir kerfishlutar eða þjónusta sem þjónustueigendaráð óskar eftir skapar aukna áhættu, eða samræmist ekki öryggis stöðlum, getur ráðið sent erindi Þjónustueigendaráðs til baka með skýringum á þeim meinbugum sem kunna að valda því að annað hvort er ekki hægt að taka viðkomandi kerfishluta í notkun, eða leggja til leiðir til úrbóta, svo innleiðing samræmist arkitektúr og öryggis stöðlum.
Eftir því sem Microsoft 365 umhverfi Microsoft þróast, þarf reglulega að endurmeta öryggisráðstafanir sem hafa verið gerðar, uppfæra tæknilega skjölun og viðhalda útgefnu efni varðandi skrifstofuumhverfi ríkisins.
Arkitektúrráð tekur fyrir beiðnir rekstraraðila um undanþágu frá útgefnum stöðlum og metur þær beiðnir, tilkynnir rekstraraðila um niðurstöðu, skjalar undanþáguna og gefur út.
Arkitektúrráð fylgist með þróun Microsoft 365 og endurmetur arkitektúr og öryggisráðstafanir sem kunna að taka breytingum samfara breytingum hjá Microsoft, ásamt því að leggja til við þjónustueigendaráð breytingar á leyfasamsetningu notendaleyfa og/eða ráðlagðar viðbótar þjónustur eða kerfishlutar sem styðja við rekstrar- og öryggisstefnu Pólstjörnunnar.
Skipun Arkitektúrráðs
Arkitektúrráð starfar í umboði FJR og veitir fulltrúi þess arkitektúrráði forstöðu og ber ábyrgð á mönnun þess. Ráðið skal skipa auk fulltrúa FJR, fulltrúa rekstraraðila úr öllum skýjageirum sem falla undir samning ríkisins við Microsoft (sjá yfirlits mynd Tæknigrunnur 0).
Arkitektúrráð er skipað einstaklingum sem hafa góðan skilning á tæknilegum innviðum Microsoft 365. Leitast skal við að meðlimir ráðsins búi yfir sérhæfingu á sem flestum rekstrarþáttum Microsoft 365 Sbr. Exchange online, Sharepoint, Teams, öryggismálum, notendaauðkenningu o.s.frv, hver á sínu sviði.
FJR velur 1 – 2 fulltrúa frá hverjum skýjageira til þátttöku í Arkitektúrráði.
FJR ákveður hvort þörf sé á setu utanaðkomandi sérfræðings í ráðinu sjálfu, eða hvort nægjanlegt sé að kalla eftir ráðgjöf eftir því sem þörf kallar.
Skipunartími ráðsins sé í 12 mánuði í senn og miðist við dagsetningar samnings við Microsoft og hefjist 1. júní ár hvert og standi til 31. maí
Ráðið fundar ársfjórðungslega og skal setja sér starfsáætlun fyrir árið. Formaður ráðsins boðar og undirbýr fundi og heldur utan um starf þess. Vinnuframlag hvers og eins, utan formanns, getur verð um 4 klst. í tengslum við hvern fund. Ekki er um launaða fundarsetu að ræða.
Á innleiðingartíma stofnanna, er kallað örar til funda, til þess að rýna, samþykkja og gefa út tæknilega skjölun sem verður til samhliða innleiðingu stofnanna. Boðað er til slíkra aukafunda með amk, 7 daga fyrirvara.
Tengiliður Arkitektúrráðs er Kristján Ingi Úlfsson kristjan.i.ulfsson@rfs.is