Þjónustugjöld
Samkvæmt rekstrarsamningi er skýjageira heimilt að innheimta þjónustugjöld af þeim stofnunum sem sækja þjónustu við notkun sína á skýjageira í rekstri hjá skilgreindum þjónustuaðila. Samræmd verðskrá er fyrir innheimtu slíkrar þjónustu á öllum skýjageirum ríkisins, til þess að tryggja gagnsæi og samþættingu slíkra gjalda á allar A-hluta stofnanir ríkisins.
Þjónustugjald er tvískipt. Annarsvegar er mánaðarlegt grunngjald stofnunar sem er innheimt eftir þremur stærðarflokkum, að viðbættu gjaldi fyrir hvern starfsmann stofnunarinnar sem þjónustuna sækir. Saman mynda þessir tveir þættir þjónustugjald stofnunarinnar til rekstraraðila í hverjum mánuði.
Umbra innheimtir þjónustugjaldið á grunni fjölda og stærð þjónustuþega og notendafjölda hjá þeim. Greitt er eftir á fyrir yfirstandandi mánuð frá því að pöntun er gerð.
Rekstraraðila innheimta þjónustugjöld í samræmi við þá sérþjónustu sem þeir veita sínum viðskiptavinum. Gjaldskrá er ekki samræmd nema að hluta.
Fjársýslan sér einungis um útgáfu reikninga vegna þessara gjalda.
Vinsamlega beinið öllum fyrirspurnum varðandi þjónustugjöld til viðeigandi þjónustuaðila
UMBRA (publicadministrationis.onmicrosoft.com, judicialis.onmicrosoft.com)
Háskóli Íslands (reiknistofnun.onmicrosoft.com)
Sjúkrahúsið á Akureyri (healthcareice.onmicrosoft.com )
Almenn þjónustugjöld rekstraraðila skýjageira
Gjöld | Stærðafl. | Mánaðargjald kr. án/vsk |
---|---|---|
Stofnanagjald 1 – 15 starfsmenn | 1 | 7.500 |
Stofnanagjald 16 – 50 starfsmenn | 2 | 15.000 |
Stofnanagjald 51 og fleiri starfsmenn | 3 | 25.000 |
Notendagjald pr. notanda 1 | 1-3 | 360 |
Menntastofnanir |
| Ársgjald kr. án/vsk |
Nemendagjald pr. notanda 2 | 1-3 | 200 |
Menntaský
1 Notendagjald bætist við hvert keypt M365 E5 leyfi.
2 Nemendafjöldi er tekin 1. Október ár hvert.
Rekstraraðila er frjálst að bjóða þjónustuþegum viðbótarþjónustu skv. eigin verðskrá og skal hún veitt á grunni skriflegra samninga milli rekstraraðila og þjónustuþega.
Þjónustugjöld Umbru
Umbra, þjónustumiðstöð Stjórnarráðsins innheimtir mánaðarleg þjónustugjöld fyrir stofnanir sem tilheyra publicadministrationis.onmicrosoft.com og judicialis.onmicrosoft.com skýjageirana.
Þjónustugjöldum er ætlað að standa undir þeirri starfsemi sem notkun stofnana á samræmdu skrifstofuumhverfi ríkisins krefst.
Gjaldskrána má nálgast á þessum hluta vefsíðu Umbru.
Inngangur
Umbra, þjónustumiðstöð Stjórnarráðsins innheimtir mánaðarleg þjónustugjöld fyrir stofnanir sem tilheyra publicadministrationis.onmicrosoft.com og judicialis.onmicrosoft.com skýjageirana.
Umbra innheimtir þjónustugjaldið á grunni fjölda M365 E5 leyfa sem eru í rekstri. Miðað er við mesta fjölda sem úthlutað hefur verið á tímabilinu 01.04 -31.03 hvers árs (high-watermark). Þegsar leyfum er bætt við þá er greitt eftir á fyrir yfirstandandi mánuð frá því að pöntun er gerð.
Í lok hvers mánaðar er staða um fjöldi leyfa sem er í leyfishóp tekin og reikningsfært samkvæmt því. Það er ábyrgð hverrar stofnunar að viðhalda fjöla leyfa í leyfishóp.