/
Stuðningur vegna innleiðinga stofnana

Stuðningur vegna innleiðinga stofnana

Rekstraraðilar sem munu bera ábyrgð á rekstri skýjageira fyrir aðrar stofnanir en starfsfólk rekstraraðila, er tryggður fjárhagslegur stuðningur vegna álags og vinnu við grunn innleiðingu stofnanna í skýjageira.  Um er að ræða einsskiptisaðgerð að auðkenna Active Directory umhverfi stofnanna við skýjageirann, eftir atvikum að flytja tölvupósta og vinnugögn í skýjageirann og einhverjum tilfellum að flytja notendur og gögn frá fyrirliggjandi skýjageira stofnunar í endanlegan skýjageira undir samningi Fjármálaráðuneytisins við Microsoft.

Heildar stuðningur ráðuneytisins við stofnanir er að upphæð 60.000.000 og skiptist á þá rekstraraðila sem sjá um rekstur skýjageira fyrir fleiri stofnanir er sjálfa sig.  Upphæðin skiptist hlutfallslega á milli rekstraraðila eftir fjölda þeirra starfsmanna sem nýta þá skýjageira sem borin er ábyrgð á.  Starfsmenn rekstraraðila dragast frá heildarfjölda starfsmanna í þeirra umsjá.  Í tilfelli Háskóla Íslands er bætt við reiknuðum fjölda notendagilda til að mæta innleiðingu 50.000 nemanda skólanna.

Stuðningurinn er greiddur út eftir framgangi innleiðinga.  30% upphæðarinnar verður greidd þegar 30% notenda hafa verið innleiddar, Næstu 30% þegar 60% notenda hefur verið innleiddur og loka 40% þegar innleiðingu er lokið.

Add label